0 C
Selfoss

Hamar áfram í Kjörísbikarnum

Vinsælast

Tveir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins í gærkvöldi, þar á meðal leikur Hamars og Stálúlfs í Hveragerði.

Stálúlfsmenn hafa verið vaxandi undanfarið á meðan Hamarsmenn hafa hikstað og gestirnir voru því sýnd veiði en ekki gefin.

Allt frá fyrstu mínútu var hart barist á vellinum og Stálúlfar ætluðu sér greinilega að stöðva bikargöngu heimamanna. Hamar vann fyrst hrinuna 25-22 en Stálúlfar unnu aðra hrinu 21-25. Þriðju hrinu, þar sem allt var í járnum, vann Hamar svo 25-23. Við það var eins og allt loft væri úr Stálúlfum og vann Hamar fjórðu og þar með lokahrinuna 24-15 og leikinn þar með 3-1. Marcin Graza var stigahæstur í annars jöfnu liði Hamars með 17 stig en Lang stigahæstur í Stálúlfi var Piotr Kapinski með 19 stig.

Hamar er þar með komin með sæti á úrslitahelgi Kjörísbikarsins. Hvaða lið verða þar með þeim skýrist á laugardag þegar KA fær Þrótt/Fjarðarbyggð í heimsókn og Völsungur tekur á móti Vestra. Afturelding hefur ásamt Hamri einnig tryggt sér áfram í undanúrslitin.

Nýjar fréttir