1.7 C
Selfoss

Blóðþrýstings- og blóðsykurmælingar í Lindexhöllinni

Vinsælast

Forvarnaráð HSU stendur fyrir átaki um þessar mundir þar sem íbúum í umdæmi HSU, 60 ára og eldri er boðið í blóðþrýstings- og blóðsykurmælingar. Umdæmið spannar allt svæðið frá Hellisheiði í vestri til Hafnar í austri. Næsta mæling fer fram í Lindexhöllinni á Selfossi fimmtudaginn 23. febrúar frá 8:30-10:30.

Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að efla heilsulæsi íbúa og hvetur þessi mæling þá til að vera meðvitaðari um eigin heilsu. Við mælingarnar veitir heilbrigðisstarfsfólk ráðleggingar um næstu skref ef mælingarnar bera þess merki að þess þurfi með.

Fyrstu tvær mælingarnar hafa átt sér stað og voru þær á Selfossi og á Eyrarbakka þar sem um 60 manns sóttu þjónustuna. Á næstu vikum verða einnig mælingar á hinum heilsugæslum stofnunarinnar eða í heilsueflandi starfsemi innan sveitarfélagsins.

Forvarnarráð heldur einnig utan um að birta pistla frá starfsfólki stofnunarinnar á miðlum innan umdæmisins en hér er hægt að nálgast fyrstu tvo pistla HSU á árinu frá janúar og febrúar.

Nýjar fréttir