5 C
Selfoss

Eldsvoði á Selfossi olli töluverðum skemmdum á íbúðarhúsi

Vinsælast

Eldur kom upp í tveggja hæða íbúðarhúsi við Heiðarveg á Selfossi á tíunda tímanum í dag.

„Það var einn maður í húsinu þegar eldurinn kom upp en hann var kominn út þegar slökkvilið mætti á staðinn. Reykkafarar fóru inn og slökktu eldinn sem var staðbundinn í svefnherbergi á neðri hæð hússins, svo voru reykræstingar eftir,“ segir Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri há Brunavörnum Árnessýslu.

„Það urðu talsverðar reykskemmdir á húsinu auk mikilla skemmda á herberginu sem kviknaði í. Slökkvistarf gekk hratt og vel, slökkviliðsmenn voru mjög fljótir á staðinn sem hefur skipt sköpum,“ segir Lárus.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar upptök eldsins.

 

Nýjar fréttir