9.5 C
Selfoss

Aðalheiður ráðin deildarstjóri á röntgen

Vinsælast

Aðalheiður Jónsdóttir geislafræðingur hefur verið ráðin deildarstjóri röntgendeildar HSU á Selfossi. Aðalheiður er með víðtæka starfsreynslu í heilbrigðiskerfinu og hefur starfað sem geislafræðingur bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hún er menntuð sem geislafræðingur með meistarapróf í lýðheilsuvísindum, viðbótardiplómu í kennslufræði háskóla og viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu.

Aðalheiður tekur við starfinu af Guðrúnu Vilborgu Hálfdánardóttur geislafræðing sem hefur verið yfirgeislafræðingur á röntgen um árabil.

Nýjar fréttir