1.7 C
Selfoss

Þorvaldur Gauti Hafsteinsson bætti 36 ára gamalt HSK-met

Vinsælast

Þorvaldur Gauti Hafsteinsson Umf. Selfoss stóð sig frábærlega á fyrsta móti Nike-mótaraðar FH sem haldið var í Kaplakrika þann 12. janúar. Hann hljóp 800 m hlaup á tímanum 2:01,55 mín og setti HSK met, bæði í flokkum 16-17 ára og 18-19 ára. Í flokki 16-17 ára bætti hann met Goða Gnýs Guðjonssonar um 4,36 sek og í flokki 18-19 ára bætti hann 36 ára gamalt met Gunnlaugs Karlssonar um 0,25 sek.

Þorvaldur Gauti varð í 3. sæti í hlaupinu í karlaflokki en hann er einungis á 16. ári. Frábær árangur hjá Þorvaldi Gauta og jafnframt er þetta 6. besti árangur ársins í 800 m hlaupi í karlaflokki. Þorvaldur Gauti er í fantaformi og til alls líklegur á komandi keppnistímabili.

Umf. Selfoss

Nýjar fréttir