2.8 C
Selfoss

Leynist söngfugl í þér?

Vinsælast

Miklar breytingar hafa orðið hjá Söngsveit Hveragerðis en Margrét Stefánsdóttir, sem stjórnað hefur kórnum nánast frá upphafi, sagði stöðu sinni lausri síðasta vor. 

Við þökkum Margréti kærlega fyrir öll árin og óskum henni velfarnaðar í leik og starfi. Við erum Önnu Jórunni Stefánsdóttur afskaplega þakklát að hafa gripið boltann og stjórnað Söngsveitinni fram að áramótum ásamt Pétri Nóa Stefánssyni og uppskárum við glæsilega jólatónleika sem haldnir voru 4. desember síðastliðinn í Hveragerðiskirkju. 

Með hækkandi sól stefnum við á vortónleika í maí undir stjórn Unnar Birnu Björnsdóttur. Dagskrá vorsins er fjölbreytt en má þar nefna vinsæl íslensk dægurlög ásamt Elvis Presley lögum. Söngsveit Hveragerðis er blandaður kór og eru nýjir meðlimir velkomnir í allar raddir. Ef það leynist söngfugl í þér þá ertu velkominn á opnar æfingar, 24. og 31. janúar og 7. febrúar klukkan 19.30 í safnaðarheimili Hveragerðiskirkju. 

Söngsveit Hveragerðis

Nýjar fréttir