13.4 C
Selfoss

Stýra Stóru-Laxá framhjá nýju brúarmannvirki

Vinsælast

Skeiða- og Hrunamannavegi var lokað í gær vefna yfirvofandi vatnavaxta í kjölfar mikillar úrkomu og hlýinda.  Vegurinn við Stóru-Laxá var grafinn í sundur og mun ánni verða veitt framhjá nýju brúarmannvirki sem er í smíðum til þess að koma í veg fyrir að undirsláttur hreyfist til.

Var vegurinn grafinn í sundur við brúarendann og stendur til að hleypa ánni framhjá. Útsendari dfs.is fór á stúfana laust fyrir klukkan 9 í morgun og þá var verið að útbúa leiðargarða og átti enn eftir að hleypa ánni framhjá.

Meðfylgjandi myndir tók Erla Björg Arnardóttir fyrir dfs.is.

Nýjar fréttir