13.4 C
Selfoss

Framkoma og tjáning í uppbyggilegum hópi

Vinsælast

Powertalkdeildin Jóra varð 30 ára á síðastliðnu ári, haldinn var sérstakur afmælisfundur í Hliðskjálf þar sem fyrrum forsetum deildarinnar var boðið sem og einstaklingum úr öðrum deildum Powertalk. Einnig var 500. fundur deildarinnar haldinn í nóvember 2022. Okkur langar að bjóða til kynningarfundar mánudaginn 23. janúar í Selinu á Selfossi og byrjar fundurinn kl. 20 og er til kl. 22 svo ef þig langar að þjálfa þig í ræðumennsku og styrkja þig í framkomu endilega kíktu við. Á kynningarfundi verður hægt að fá innsýn í störf samtakanna. Félagar deildarinnar eru 12 talsins og auðvitað bjóðum við fleiri velkomna. Powertalksamtökin bjóða þjálfun á eigin hraða í fundarstjórn, tímastjórnun, hlustun, fundarsköpum, framkomu í ræðustól sem og tileinkun á nefndar- og embættisstörf innan deildar. Veitingar verða á kynningarfundinum. Öll kyn frá 16 ára aldri velkomin.

Nýjar fréttir