2.3 C
Selfoss

Átján pör á HSK tvímenningi

Vinsælast

HSK tvímenningurinn í bridds fór fram í Þingborg fimmtudaginn 5. janúar sl. og tóku 18 pör þátt í mótinu.

Spiluð voru 44 spil og eftir spennandi og skemmtilega keppni stóðu uppi sem sigurvegarar  þeir Guðmundur Þ. Gunnarsson og Höskuldur Gunnarsson með 369 stig, Kristján Már Gunnarsson og Gunnlaugur Sævarsson urðu í öðru sæti með 354 stig. Jóhann Frímannsson og Garðar Garðarsson tóku bronsið með 328 stig, eftir hörku keppni við Þórð Sigurðsson og Gísla Þórarinsson.

Heildarúrslit mótsins má sjá á www.hsk.is.

Nýjar fréttir