11.1 C
Selfoss

Vefmyndavél við Ölfusá komin í loftið

Vinsælast

Fyrsta vefmyndavélin sem horfir yfir Ölfusá hefur verið sett upp og er streymið komið í loftið. Eldfjalla- og náttúruváhópur Suðurlands kallaði fyrr í vikunni eftir því að myndavélar yrðu settar upp við ána svo mögulegt væri að fylgjast með ef drægi til tíðinda.

Eigendur Bíóhússins á Selfossi voru ekki lengi að bregðast við þessu kalli og hafa sett upp myndavél fyrir utan hjá sér sem streymir beint frá Ölfusá. Von er á að fleiri vélar verði settar upp fyrir vikulok.

Nýjar fréttir