1.7 C
Selfoss

Forsetinn horfði á leikinn á Móbergi

Vinsælast

Landslið Íslands lagði Portúgal eftir spennandi fyrsta leik liðsins á heimsmeistarmótinu í handbolta í Svíþjóð í gærkvöldi.

Guðni Th. Jóhannesson var einn fjölmargra Íslendinga sem fylgdist með leiknum og það gerði hann á Móbergi, dvalarheimili á Selfossi og birti eftirfarandi færslu á Facebook-síðu forseta Íslands eftir leikinn.

Unnur Eyjólfsdóttir, deildarstjóri hjúkrunardeilda á Selfossi ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta íslands. Mynd: Forseti íslands.
„Frábær sigur hjá strákunum okkar í kvöld! Ég naut þess að horfa á leikinn með íbúum á Móbergi, dvalarheimilinu góða á Selfossi. Sá bær er mögnuð útungunarstöð öflugra handboltakappa, örugglega nálægt heimsmeti í fjölda landsliðsmanna miðað við fólksfjölda. Lið Íslands bar sorgarband vegna andláts Karls G. Benediktssonar, fyrrverandi leikmanns og landsliðsþjálfara. Blessuð sé minning hans.

Ég þakka íbúum og starfsliði Móbergs gestrisni þeirra og góðvild. Þau senda baráttukveðjur til liðsins okkar úti. Sigurinn í kvöld lofar góðu fyrir framhaldið. Nú er það næsti leikur gegn öflugum Ungverjum á laugardag. Áfram Ísland!“

Selfoss, útungunarstöð öflugra handboltakappa, átti sannarlega miklu að fagna en okkar menn stóðu sig alir með stakri prýði. Bjarki Már var markahæstur Íslendinga með 9/3 mörk og var valinn maður leiksins. Ómar Ingi Magnússon var besti maður vallarins með 8,94 í einkunn hjá HBStatz, þar af með 8,99 í sóknareinkunn en hann skoraði sjö mörk í leiknum og sendi fimm stoðsendingar. Elvar Örn Jónsson var algjör klettur í liðinu en hann skoraði 1 mark og var með 9,27 í varnareinkunn.

Næsti leikur liðsins fer fram á laugardag þegar við mætum Ungverjum klukkan 19:30.

Nýjar fréttir