9.5 C
Selfoss

Búið er að draga úr jólamyndagátu Dagskrárinnar

Vinsælast

Dregið hefur verið úr innsendum svörum við jólamyndagátu Dagskrárinnar. Að venju var fjöldi fólks sem tók þátt í gátunni og innsend svör fjölmörg. Það var Eygló Gränz sem gerði gátuna eins og undanfarin 26 ár. Í verðlaun voru vegleg ísveisla fyrir fullorðinsmyndagátuna og frostpinnaveisla fyrir barnamyndagátuna frá Kjörís í Hveragerði. Vinningshafar eru sem hér segir:

Myndagáta fyrir fullorðna:

Alex Ægisson,
Selfossi

Barnamyndagátan:

Þráinn Hlífar Sigrúnarson 8 ára,
Hveragerði

Þess má til gamans geta að hinn 8 ára Þráinn leysti gátuna upp á sitt einsdæmi og þurfti bara hjálp við eitt orð. Vel gert Þráinn!

Fullorðinsgátan – lausn

Eftir blautt og kalt sumar hefur haustið verið gott veðurfarslega hér á landi. Öfgar í heiminum halda þó áfram og er loftslagsvánni kennt um. Þjóðir heimsins verða bara að taka höndum saman og sporna við þessari þróun ef ekki á illa að fara fyrir jörðinni og íbúum hennar. Verum góð við hvort annað.

Barnagátan – lausn

Flest börn vilja eiga snjallsíma og spjaldtölvur í dag og eru kerti og spil örugglega ekki efst á jólagjafalistanum þetta árið.

Nýjar fréttir