1.1 C
Selfoss

Helgarnámskeið í módelteikningu og málun

Vinsælast

Listrými býður upp á helgarnámskeið í módelteikningu og málun helgina 7.-8. janúar nk. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Listasafn Árnesinga þar sem náskeiðið verður haldið.

Teiknað eftir lifandi módeli með mismunandi aðferðum og verkfærum. Tilgangurinn er að byggja upp þekkingu sem nýtist sem styrkur við alla formskynjun og þrívíðan skilning upp frá þessu. Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna.

Leiðbeinandi er Guðrún A. Tryggvadóttir starfandi myndlistarmaður en hún hefur langa reynslu af námskeiðahaldi í myndlist, bæði rekið eigin skóla og haldið fjölda námskeiða við Listasafn Árnesinga á undanförnum árum.

Námskeiðið hefst kl. 10:00 báða dagana og lýkur kl. 17:00.

Skráning á gudrun@tryggvadottir.com eða í síma 8635490.

Nýjar fréttir