0.4 C
Selfoss

Sigurhæðir fá styrk frá VIRK

Vinsælast

Stjórn VIRK ákvað í desember að veita sérstaka styrki til 6 úrræða um allt land sem veita þolendum kynferðisofbeldis þjónustu.

Sigurhæðir á Suðurlandi voru eitt af þessum 6 úrræðum og fengu þriggja milljón króna styrk frá VIRK og munu geta sótt um styrk á næsta ári líka samkvæmt reglum sem verða mótaðar í byrjun nýs árs.

Hin úrræðin sem hlutu styrk að sömu fjárhæð og Sigurhæðir voru Bjarkarhlíð, Stígamót, Kvennaathvarfið, Aflið á Akureyri og Bjarmahlíð á Akureyri.

VIRK veitir árlega jólastyrk til góða verkefna og ákveðið var að þessu sinni að styrkja verkefnið „Heimilisfriður“ sem er meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum, um eina milljón króna.

Þessar styrkveitingar tengjast báðar „Það má ekkert lengur“ vitundarvakningu VIRK sem hefur vakið mikla athygli og vakið fólk til umhugsunar um kynferðislega áreitni á vinnustöðum.

Styrkveitingarnar eru einnig liður í því að efla samstarfið milli VIRK og þeirra sem starfa að þessum mikilvæga málaflokki með það að markmiði að bæta heildarþjónustu við þjónustuþega VIRK og auka samvinnu og samstarf ólíkra aðila innan velferðarkerfisins.

Nýjar fréttir