6.1 C
Selfoss

Kjúklingalæri í doritos raspi með kartöflubátum, rófum og ostasósu.

Vinsælast

Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir er sunnlenski matgæðingurinn að þessu sinni.

Hér færi ég ykkur eftirlætisrétt fjölskyldunnar sem bregst aldrei.

Kjúklingalæri í doritos raspi með kartöflubátum, rófum og ostasósu.

  • 1 bakki úrbeinuð kjúklingalæri
  • 2 pokar svartur dorritos
  • 2 egg
  • hveiti
  • 500 g kartöflur
  • 1 meðalstór rófa
  • 1 bakki beikon
  • sítróna
  • smjör
  • salt og pipar

Sósa:

  • ½ L rjómi
  • ½ piparostur
  • ½ villisveppaostur
  • dass af fljótandi kjúklingakrafti

Hellið rjómanum í pott og hitið upp að suðu.

Rífið ½ piparost og ½ villisveppaost útí og látið malla á miðlungs hita þar til osturinn hefur bráðnað.

Slettið dass af fljótandi kjúklingakrafti útí sósuna og kryddið með salti og pipar eftir smekk.

Skerið kartöflurnar í báta og rófuna í bita og steikið á miðlungs hita á pönnu í u.þ.b 20 mín eða þar til þær eru vel brúnaðar að utan.

Færið kartöflu og rófu blönduna í eldfast mót og sullið einni ausu af sósunni yfir.

Leggið beikon sneiðar á bökunarpappír og eldið í ofni við 230°C í u.þ.b 10 mínútur á undir og yfir hita eða þar til það er miðlungs stökkt.

Skerið beikonið í bita og stráið yfir kartöflurnar. Skellið kartöflu og rófu blöndunni inn í ofn og bakið í 30-40 mínútur við 200°C á undir og yfir hita.

Skerið kjúklingalærin í tvennt.

Setjið hveiti í skál. Pískið egg í skál og myljið dorritos niður svo það verði eins og fínn raspur (best að mylja það í pokanum) og hellið í skál. Veltið kjúklingnum fyrst uppúr hveiti,  næst er hann baðaður í egginu og síðast velt uppúr dorritos.

Setjið vel af smjöri á pönnu og brúnið kjúklinginn að utan í u.þ.b 1-2 mínútur á hvorri hlið. Bætið við smjöri eftir þörfum.

Færið kjúklinginn í eldfast mót og setjið nokkrar smjörklípur hér og þar. Bakið í ofni þar til hann er fulleldaður eða í u.þ.b 15-20 mínútur.

Berið kjúklinginn fram með fersku salati, kartöflubátum og rófum og ostasósunni. Kreistið sítrónusafa yfir kjúklinginn eftir smekk.

 

Mig langar til að skora á matgæðinginn hana systur mína, Rögnu Valdísi Sigurjónsdóttur að koma með einhverja snilld úr sínu eldhúsi í næstu viku.

Nýjar fréttir