4.4 C
Selfoss

Um 600 próf þreytt í Fjölheimum

Vinsælast

Lokapróf haustannar háskóla og framhaldsskóla voru í fullum gangi í desemberbyrjun og var því mikið um að vera í stofum Fjölheima. Um 230 nemendur í um 600 prófum nýta sér þá þjónustu að taka próf í Fjölheimum sem Háskólafélagið hefur boðið uppá allt frá stofnun og er skiptingin um það bil 90% háskólanemar og 10% framhaldsskólanemar.

Ingibjörg Ásta Rúnarsdóttir bar hitann og þungann af því gríðarlega skipulagi sem þarf til þess að svona verkefni gangi upp en auk þess koma inn tímabundnir starfsmenn í yfirsetu.

Þjónusta við nemendur hefur vaxið og dafnað með árunum en Háskólafélagið leggur allt kapp á að bjóða upp á gæða þjónustu og að Sunnlendingar geti stundað sitt nám og þreytt sín próf í heimabyggð.

Nýjar fréttir