13.4 C
Selfoss

Sigurvegarar í jólakeppnum Dagskrárinnar

Vinsælast

Í ár var fjöldinn allur af myndum sem bárust ritstjórn Dagskrárinnar í Jólamyndakeppninni og átti dómnefndin í stökustu vandræðum með að velja úr öllum þeim fjölda fallegra og jólalegra mynda sem okkur bárust.

Að lokum fór þó svo að Hallgrímur P. Helgason bar sigur úr býtum með myndinni sem prýddi forsíðu blaðsins í síðustu viku en í öðru sæti var mynd Birkis Péturssonar úr miðbæ Selfoss og í því þriðja var mynd frá Ingu Heiðu Andreasen Heimisdóttur af snjóþungum Bankaveginum á Selfossi. Hallgrímur fær að launum glæsilega Canon EOS M50 Mark II spegillausa myndavél með EF-M 15-45mm linsu frá Origo og ársaðild að Ljósmyndaklúbbnum Bliki. Þau Birkir og Inga Heiða fá að auki ársaðild í Ljósmyndaklúbbinn Blik.

Í Jólasögukeppninni var það Hrefna Daníelsdóttir sem hreppti hnossið með hugljúfu jólasögunni um Baxter og Bessu Mjöll og fær hún veglega bókagjöf frá Bókakaffinu í verðlaun. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju.

Birkir Pétursson var í öðru sæti með þessa fallegu mynd úr miðbæ Selfoss.
Þessi fallega mynd Ingu Heiðu Andreasen Heimisdóttur, af snjóþungum Bankavegi fyrir nokkrum árum síðan, var í þriðja sæti í jólamyndakeppni Dagskrárinnar.

Nýjar fréttir