11.1 C
Selfoss

Nýr Goðasteinn kemur út í febrúar

Vinsælast

Guðjón Ragnar Jónasson var í byrjun nóvember ráðinn ritstjóri Goðasteins, héraðsrits Rangæinga, en leitin að nýjum ritstjóra tók lengri tíma en áformað var. Nýr Goðasteinn kemur því út í byrjun febrúar.

Goðasteinn nýtur mikillar velvildar í héraði og mýmargir hafa léð efnisöfluninni í blaðið lið.

Ekki má heldur gleyma þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem styrkt hafa útgáfuna og ljóst má vera að Rangæingum nær og fjær er hugað um að halda útgáfu Goðasteins áfram. Í huga þeirra sem standa að útgáfunni fer því fjarri að eitthvert hausthljóð sé komið í vindinn.

Nýjar fréttir