9.5 C
Selfoss

Nýr aðstoðardeildarstjóri á lyflækningadeild Selfoss

Vinsælast

Guðríður Ester Geirsdóttur hefur verið ráðin sem aðstoðardeildarstjóri á Lyflækningadeildnni hjá HSU á Selfossi en hún tekur við starfinu af Sigrúni Ínu Ásbergsdóttur þann 2. Janúar 2023.

Guðríður er vel að starfinu komin, hefur hún starfað á deildinni síðan júní 2018 en hafði þar áður verið á Fossheimum og Ljósheimum en einnig starfað á Kumbaravogi til margra ára.

Guðríður kláraði B.S. í hjúkrunarfræði vorið 2018 og meistaranám í hjúkrunarstjórnun með áherslu á forystu og frumkvöðlastarf, en þar áður hafði hún einnig lokið við B.A. próf í mannfræði og meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræði.

Nýjar fréttir