4.4 C
Selfoss

Móberg á Selfossi er fallegasta nýbygging á Íslandi

Vinsælast

Heiðursverðlaun og Skelfingar medalía Arkitektúruppreisnarinnar eru fyrstu arkitektúrverðlaunin á Íslandi þar sem almenningur fær alfarið að ráða lokaniðurstöðunni.
Sigurvegari Heiðursverðlauna Arkitektúruppreisnarinnar í ár er Móberg á Selfossi með 54,2% atkvæða. Í öðru sæti er Hverfisgata 88 í Reykjavík með 16,0% atkvæða. Í þriðja sæti er Hotel Reykjavík Saga í Reykjavík með 11,3% atkvæða.
Sigurvegari Skelfingar medalíunnar er Hallgerðargata 13 í Reykjavík með 34,7% atkvæða. Í öðru sæti er Hringhamar 7 í Hafnarfirði með 22,7% atkvæða. Í þriðja sæti er Álalækur 1-3 á Selfossi með 10,8% atkvæða.
Um þrjú þúsund manns tóku þátt í kosningunni.
Mynd: Arkitektúruppreisnin á Íslandi.
Þess má til gamans geta að fyrr á árinu hlaut Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi, MAMINNA verðlaunin sem eru samstarf á milli Arkitektúruppreisnarinnar á Íslandi, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku, fyrir fallegustu nýbyggingu á Norðurlöndum.

Nýjar fréttir