7.3 C
Selfoss

Full Hveragerðiskirkja á jólatónleikum Jórukórsins

Vinsælast

Það var hátíðleg stemmning á kósýkvöldi í Hveragerðiskirkju miðvikudaginn 7. desember síðastliðinn þegar Jórukórinn hélt sína fyrstu tónleika síðan í desember 2019. Það var góð mæting og söng kórinn fyrir fullri kirkju undir stjórn Unnar Birnu Bassadóttur og undirleik Sigurðar Helga Oddssonar. Dagskráin var í senn létt og skemmtileg í bland við hátíðleg jólalög. Einsöngvarar komu allir úr röðum kórsins en það voru þær Sabine Bernholt, Sigrún Vala Vilmundardóttir og Valgerður Jónsdóttir.

Kórinn er að ná sér á strik aftur eftir Covid-hlé og er nú farin að æfa á fullum krafti fyrir kvennakóra mót sem stefnt er að í vor. Æfingar eru á Selfossi á miðvikudögum kl. 20 í sal Tónlistarskóla Árnesinga á efstu hæð skólans og hefjast aftur á nýju ári þann 4. janúar. Það eru engar raddprufur og fyrstu tvær æfingarnar verða opnar æfingar. Hvetur kórinn sem flestar konur, sem gætu haft áhuga á að syngja í kór, að mæta og prófa.

Konukvöld á nýju ári

Konukvöld Jórukórsins veður haldið þann 9. feb. á Risinu. Þar munu þær flytja létt og fjörug lög, vera með happdrætti og stanslausa gleði! Nánari upplýsingar um konukvöldið síðar.

Nýjar fréttir