11.1 C
Selfoss

Ekið á gangandi vegfaranda á þjóðvegi 1

Vinsælast

Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðvegi 1 á Reynisfjalli við Vík í Mýrdal í gær, sunnudag. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við mbl.is að ekið hefi verið á gangandi vegfaranda. Suðurlandsvegi við Vík var tímabundið lokað í kjölfar slyssins og flutti þyrla Landhelgisgæslunnar þann slasaða til aðhlynningar í Reykjavík. Sveinn segir tildrög slyssins vera til rannsóknar.

Nýjar fréttir