7.8 C
Selfoss

Flóaskóli er orðinn 15. UNESCO-skóli landsins

Vinsælast

Í nóvember fékk Flóaskóli viðurkenningaskírteini UNESCO-skóla og er formlega orðinn 15. UNESCO-skóli landsins. Markmið UNESCO-skóla er að bjóða upp á fjölbreyttari og aðgengilegri miðlun um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Efla þekkingu og færni ungs fólks til þess að ýta undir sjálfbæra þróun, sbr. heimsmarkmið 4.7. Aukið framboð upplýsinga um Sameinuðu þjóðirnar og þróunarsamvinnu.

Einnig hefur UNESCO starfrækt samstarfsnet skóla á alþjóðavísu frá árinu 1953 og er það góð viðbót við það þverfaglega og fjölbreytta starf sem að Flóaskóli vinnur að. Við í Flóaskóla erum afar stolt af því að vera orðin hluti af þessu stóra og mikilvæga tengslaneti.

Nýjar fréttir