8.4 C
Selfoss

Norðurlandameistari þriðja árið í röð

Vinsælast

Norðurlandameistaramótið í ólympískum lyftingum fór fram helgina 12- 13 nóv. í Miðgarði í Garðabæ, þar sem yfir 100 keppendur kepptu frá norðurlöndunum í hinum ýmsu flokkum. Hinn 19 ára gamli Selfyssingur Bjarki Breiðfjörð Björnsson, frá Crossfit Selfoss, náði glæsilegum árangri á mótinu og varð Norðurlandameistari þriðja árið í röð.

Bjarki hefur sigrað í -73 kg flokki síðustu tvö ár en hann keppti nú í fyrsta skipti í -81 kg flokki junior. Þó að hann hafi færst upp um flokk að þá kom það ekki í veg fyrir að hann næði í titilinn eftir hörku spennandi keppni í fjölmennum keppendahópi. Bjarki snaraði 116 kg og er það bæting um 6 kg, hann tók svo 130 kg í jafnhendingu og bætti sig þar um 3 kg í keppni og gerir það 246 kg í samanlagðri þyngd hjá þessum unga efnilega lyftara.

Nýjar fréttir