1.1 C
Selfoss

Gröfutækni sér um gatnagerð í nýju hverfi á Flúðum

Vinsælast

Skrifað var undir verksamning á milli fyrirtækisins Gröfutækni ehf og Hrunamannahrepps þann 10. nóvember 2022.  Þar með er hafin uppbygging fyrsta áfanga íbúðahverfisins Byggða á Bríkum á Flúðum.  Tilboð Gröfutækni hljóðaði upp á kr. 173 m.kr. og áætlar fyrirtækið að hefja framkvæmdir í byrjun janúar.

Verkið vinnst í tveimur áföngum og felst í í gerð á nýjum götum í hverfinu og umfangsmikilli vinnu við tengingu lagna innan hverfisins.  Verklok fyrsta áfanga eru þann 15. júlí 2023 en lokaskil verksins eru 30. september 2023.

25 íbúðir á besta stað á Flúðum

Með þessari framkvæmd er hafin uppbygging á nýju íbúðahverfi sem liggur að svæði golfvallarins á Flúðum að Efra Seli. Í þessum fyrsta áfanga mun verða úthlutað tveimur fjögurra íbúða raðhúsum, tveimur þriggja íbúða raðhúsum, fjórum parhúsum og þremur einbýlishúsum eða 25 íbúðum í allt.

Það er ljóst að beðið hefur verið eftir lóðum á þessum eftirsóknarverða stað, þar sem veðrið er ávallt með besta móti, stutt er í helstu náttúruperlur þjóðarinnar auk þess sem víðerni hálendisins er innan seilingar auk góðrar þjónustu þéttbýlisins á Flúðum.

Verði eftirspurn eftir lóðum meiri en hægt er að verða við er heimild í útboðinu til þess að ráðist verði strax í gerð annarrar götu og sem gefur þá möguleika á nær tvöfalt fleiri íbúðum í fyrsta áfanga.

Nýjar fréttir