4.5 C
Selfoss

Aflvélar og Búvélar flytja

Vinsælast

Aflvélar ehf og Búvélar ehf fluttu nýverið í nýtt og glæsilegt húsnæði í Gagnheiði 35, á Selfossi, en þau voru áður á Austurvegi 69. Þar má finna verslun og glæsilegan sýningarsal, þar sem inni eru dráttarvélar, heyvinnutæki, verslunarvara og varahlutasala.  Einnig er glæsilegt útisvæði þar sem má finna sýnishorn af þeim tækjum sem Aflvélar selja. Þessi fyrirtæki eru m.a. með umboð fyrir og selja Valtra og Massey Ferguson dráttarvélar, Pronar, heyvinnutæki, vagna og vetrartæki, Odes og Goes fjórhjól, og margt fleira.

Mikil ánægja er hjá starfsfólki og viðskiptavinum með nýja aðstöðu og alla umgjörð í Gagnheiðinni.

Nýjar fréttir