-0.6 C
Selfoss

Lambalundir í lakkrísmarineringu

Vinsælast

Jón Kristján Gunnlaugsson er sunnlenski matgæðingurinn að þessu sinni.

Ég þakka fyrir áskoruninna og tek henni fagnandi Ólafur, mér þykir það mikill heiður að fá að vera sunnlenski matgæðingurinn þessa vikuna.

Ég ætla að henda í uppskrift af einum algjörum sparirétt á okkar heimili sem mér finnst passa sértaklega vel við þessa árstíð sem er núna. Sá réttur er Lambalundir í lakkrís mareneringu en þetta er guðdómlegur réttur sem ég mæli með að allir ættu að prófa að gera.

Lambalundir í lakkrísmarineringu

500 gr gæða lambalundir
½ l sojasósa
½ l appelsínusafi
4 stk. stjörnuanís
2 msk. blandaður pipar
1 msk. balsamikedik
2 greinar af garðablóðbergi

Þessu öllu er blandað saman í ílát og hrært vel. Takið lundirnar og passið að þær séu vel hreinsaðar, setjið kjötið í marineringuna og leyfið kjötinu að liggja í marineringunni 24-36 klst áður það er borið fram.

Lambalundirnar eru svo skornar í þunnar sneiðar og bornar fram ásamt Lakkrís sósunni

Lakkríssósa

125 ml Hellmans mæjó
125 ml sýrður rjómi
1 tsk. sojasósa
1 tsk. balsamikedik
2 tsk. hunang
2 stk. stjörnuanís
1 tsk. pipar
1 kardimomma
2 greinar af garðablóðbergi

Mæjó, sýrðum rjóma, ediki, soja, og hunangi er hrært saman í skál,
kryddum og jurtum er svo hent í mortel og barið mjög vel saman og svo sigtað ofan í sósuna.

Þetta er dýrindis forréttur sem hentar við öll tilefni og slær alltaf í gegn!

Ég þakka enn og aftur fyrir mig og skora Ólaf Högna Ólafsson að taka við keflinu.

Random Image

Nýjar fréttir