11.7 C
Selfoss

Spítalastelpan – útgáfuhóf á Hellu

Vinsælast

Ein ótrúlegasta og átakanlegasta uppvaxtarsaga sem skrifuð hefur verið hér á landi er komin í verslanir, en það er Spítalastelpan, uppvaxtarsaga Sigurvinu Guðmundu Samúelsdóttur, Vinsýjar eins og hún hefur jafnan verið kölluð. Útgáfuhátið verður haldin í safnaðarheimilinu á Hellu á sunnudag og hefst hún kl. 15:00, að viðstaddri Vinsýju og Sigmundi Erni Rúnarsson, höfundi bókarinnar sem mun lesa upp úr henni á staðnum. Vinsý hefur búið á Suðurlandi alla sína fullorðinstíð.

Á bókarkápu segir að uppvaxtarsaga Vinsýjar sé í senn sársaukafull og þrungin lífsþorsta, en um leið megi hún heita afhjúpandi fyrir samfélag síðustu aldar. „Fyrstu árin var hún að mestu reyrð niður í rúm á Sjúkrahúsinu á Ísafirði með berkla í hrygg og leið þar vítiskvalir. Hún sá fyrst venjulegt heimili nokkurra ára gömul, byrjaði ekki að ganga fyrr en á sjöunda ári og sigldi síðan óskólagengin heim, áratugi aftur í tímann, til fjölskyldu sinnar á Ströndum norður, en vissi ekki þá að faðir hennar var löngu dáinn og móðirin búin að yfirgefa hana í huganum.“

Bókin verður til sölu í útgáfuhófinu.

Nýjar fréttir