1.7 C
Selfoss

Barnalán hjá fimleikadeild Selfoss

Vinsælast

Það má með sanni segja að fimleikafjölskyldan hafi stækkað verulega á stuttum tíma. Á einu ári fæddust hvorki meira né minna en 6 börn hjá þjálfurum deildarinnar. Með góðu skipulagi og metnaðarfullu fólki þá hefur allt gengið upp, framar vonum. Við erum afskaplega þakklát fyrir að meirihluti þjálfara okkar býr hér á Selfossi með fjölskyldum sínum. Þetta stækkar Selfosshjartað. „ segir Sigrún Ýr framkvæmdastjóri fimleikadeildar Selfoss“. Hjá fimleikadeild Selfoss eru ríflega 400 iðkendur og aðalþjálfarar og aðstoðarþjálfarar eru í kringum 40 manns. Framtíðin er björt, áfram Selfoss!

UMFS 

Nýjar fréttir