-0.6 C
Selfoss

Enginn launamunur á milli kynjanna í Árborg

Vinsælast

Árborg fékk endurvottun á jafnlaunakerfinu ÍST 85:2012 nú á dögunum. Í launagreiningu sem unnin var í tengslum við endurvottunina kom í ljós að enginn launamunur mældist á grunnlaunum karla og kvenna. Er þetta í fyrsta sinn sem enginn launamunur á grunnlaunum mælist í launagreiningu síðan Árborg fékk jafnlaunavottun árið 2019. Árið 2021 var 1% launamunur á grunnlaunum, körlum í hag. Frá því að Árborg fékk jafnlaunavottun árið 2019 hefur verið unnið markvisst að því að bæta ferla við launasetningar ásamt því að greina launamun á milli kynjanna og leiðrétta. Má rekja árangur þennan til þessara þátta ásamt aukinni fræðslu og stuðningi til stjórnenda.

Random Image

Nýjar fréttir