Veðurstofa íslands hefur gefið út gula viðvörun sem tekur gildi klukkan 6 á sunnudagsmorgun og stendur til miðnættis. „Norðan hvassviðri eða stormur (15-23 m/s) og vindhviður staðbundið yfir 30 m/s. Varasamar aðstæður til ferðalaga, sérílagi fyrir farartæki sem eru viðkvæm fyrir vindi,“ segir í viðvöruninni.
Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings er enn nokkur breytileiki í spám varðandi veðrið, til dæmis benda nýjustu spár til þess að vesturhluti landsins sleppi betur en útlit var fyrir í gær. Það gæti hinsvegar hæglega breyst aftur og er fólk hvatt til þess að fylgjast vel með veðurspám.