5.6 C
Selfoss

Nýjar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning í Árborg

Vinsælast

Nýjar reglur Sveitarfélagsins Árborgar um sérstakan húsnæðisstuðning voru samþykktar í félagsmálanefnd 31. ágúst 2022 og staðfestar í Bæjarstjórn þann 7. september. Greitt var út samkvæmt nýjum reglum þann 30. September.
Vegna hækkunar á almennum húsnæðisbótum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunn var farið í reglubreytingar á sérstökum húsnæðisstuðningi hjá Sveitarfélaginu.

Helstu breytingarnar eru að tekju- og eignarmörk hafa verið hækkuð, hámarksgreiðsla frá HMS og Sveitarfélaginu samtals var hækkuð úr 75.000.kr í 85.000.kr

Vakin er athygli á því að einnig er sú breyting á 9. gr. reglna um sérstakan húsnæðisstuðning að ekki þarf að sækja um að nýju hver áramót. Einungis þarf að sækja um þegar leigusamningur rennur út eða einstaklingar skipta um leiguhúsnæði. Farið verður yfir tekju- og eignaupplýsingar hjá þeim sem hafa húsaleigusamningi lengra en eitt ár a.m.k. einu sinni á ári.

Nýjar fréttir