13.4 C
Selfoss

Fyrsta konan sest í ritstjórastólinn

Vinsælast

Helga Guðrún Lárusdóttir hefur verið, fyrst kvenna, ráðin ritstjóri Dagskrárinnar, fréttablaðs Suðurlands, og DFS.is. Mun hún taka við stöðunni þann 1. október næstkomandi. Helga hóf störf hjá Dagskránni í mars á þessu ári og hefur á þeim tíma sinnt blaðamennsku ásamt því að aðstoða við uppsetningu blaðsins og ýmsum tilfallandi verkefnum hjá Prentmeti Odda. Helga tekur við af Björgvini Rúnari Valentínussyni, sem hefur undanfarna mánuði ritstýrt blaðinu. Björgvin kemur því til með að stíga til hliðar og halda áfram að sinna starfi sínu sem útibússtjóri Prentmets Odda á Selfossi, rekstraraðila Dagskrárinnar.

Margt spennandi er framundan hjá Dagskránni og fréttavef blaðisins, DFS.is. Má þar sem dæmi nefna skemmtileg og fræðandi viðtöl við Sunnlendinga ásamt myndbandsþáttum inni á DFS TV. Við hjá Dagskránni leggjum metnað okkar í að búa til gott efni fyrir lesendur okkar og ætlum að halda því áfram.

Nýjar fréttir