3.9 C
Selfoss

Menningarmánuðurinn október 2022

Vinsælast


Sveitarfélagið Árborg býður upp á metfjölda viðburða í Menningarmánuðinum október fyrir fólk á aldrinum eins til hundrað og eins árs!

Nú loks eftir þriggja ára fjarveru mætir Menningarmánuðurinn október hlaðinn fjölbreyttri dagskrá fyrir alla aldurshópa. Sveitarfélagið hvetur alla íbúa og gesti til að taka þátt og njóta alls þess besta sem mánuðurinn hefur upp á að bjóða, hvort sem það eru listasýningar, tónleikar, óperusýning, fræðsluganga, bókmenntakynningar, listasmiðjur, bíóferðir eða leiklestur þá verður nóg um að vera í Sveitarfélaginu Árborg í Menningarmánuðinum október.
Hvert ár mótast dagskrá hátíðarinnar af íbúum sveitarfélagsins, félagasamtökum og fleirum. Sveitarfélagið hvetur alla áhugasama að hafa samband til að tryggja fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla aldurshópa í menningarmánuðinum. Við þökkum frábærar viðtökur í ár og hlökkum til Menningarmánaðarins október 2022.
Nánar um dagskrá Menningarmánaðarins október er að finna hér.

Nýjar fréttir