8.9 C
Selfoss

Benedikt búálfur í Hveragerði

Vinsælast

Leikfélag Hveragerðis varð 75 ára fyrr á árinu, en félagið var stofnað 23 febrúar 1947. Af því tilefni var ákveðið að  setja upp ævintýrið um búálfinn geðþekka og ævintýri hans, hann Benedikt búálf. Leikritið er unnið upp úr fyrstu bókinni um Benedikt, höfundur er Ólafur Gunnar Guðlaugsson Tónlistina samdi Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson en  söngtextana sömdu þau  Andrea Gylfadóttir og Karl Ágúst Úlfsson

Verkið hefst á því að Dídí mannabarn rekur augun í Benedikt, þar sem hann stendur með handklæði um sig miðjan, á baðherberginu hennar nýkomnann úr baði. En búálfar eru aðeins sýnilegir mannabörnum þegar þeir eru blautir!

Örlög búálfa eru með þeim ósköpum að þegar þeir lenda í þeim hremmingum að verða mannabörnum sýnilegir, þáráða mannabörnin hvað verður um þá.

Benedikt og Dídi verða góðir vinir og lenda í miklum ævintýrum og mikilli hættu í Álfheimum, en allt fer þó vel að lokum

Leikstjóri sýningarinnar er Gunnar Gunnsteinsson, danshöfundar eru Maria Araceli og Baldvin Alan Torarensen. Frumsýning verður laugardaginn 24. september.

MIÐASALA FER FRAM Á TIX.IS

Sýningar eru áætlaðar í október og nóvember en sýnt verður í Leikhúsinu Í Hveragerði, að Austurmörk 23.

Nýjar fréttir