Fimleikadeild Selfoss átti glæsilega fulltrúa á Evrópumóti í hópfimleikum sem fór fram í Lúxemborg dagana 14-17 september sl. Allir fulltrúar okkar, iðkendur og þjálfarar kepptu til úrslita.
Stúlknalið unglinga, þar sem Karolína Helga Jóhannsdóttir og Hera Lind Gunnarsdóttir voru lykilkonur fengu brons eftir virkilega harða og skemmtilega keppni.
Blandað lið unglinga, þar sem Michal Risský var landsliðsþjálfari hafnaði í 5 sæti í úrslitum eftir flotta keppni.
Drengjalið unglinga, þar sem Aníta Þorgerður Tryggvadóttir var landsliðsþjálfari, sýndu flottar æfingar í úrslitum og höfnuðu í 5 sæti.
Kvennalið fullorðinna, þar sem Birta Sif Sævarsdóttir var fulltrúi hafnaði í öðru sæti og fengu því silfur eftir virkilega spennandi keppni, en þær áttu titil að verja frá síðasta Evrópumóti.
Karlalið fullorðinna, þar sem Sindri Snær Bjarnason var fulltrúi, höfnuðu í 4 sæti eftir virkilega skemmtilega keppni í úrslitum.