11.1 C
Selfoss

Summa & Sundrung

Vinsælast

Laugardaginn 17. september kl 15 opnar ný sýning í Listasafni Árnesinga undir yfirskriftinni Sums & Differences en sýningin sem heitir Summa & Sundrung á íslensku er samvinnuverkefni Listasafns Árnesinga og Brno House of Arts – Vasulka Kitchen Brno styrkt af Thoma Foundation, Safnaráði, BERG Contemporary, Uppbyggingarsjóði Suðurlands, Vasulka Foundation, Hveragerði, Mennta- og menningarmálaráðuneyti Tékklands og Brno borg.

Safnið fékk meðal annars veglegan styrk frá ameríska sjóðnum Thoma Foundation sem hefur ekki styrkt nein önnur verkefni á Íslandi sem safnstjórinn veit um, þannig að það er mikill heiður.  Sýningin mun ferðast til Tékklands á næsta ári, svo til Ungverjalands, þá til Póllands og enda í Bandaríkjunum 2025.

Nýjar fréttir