5.6 C
Selfoss

Dean Martin stýrir Selfyssingum áfram

Vinsælast

Dean Martin, þjálfari meistaraflokks karla, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Umf. Selfoss.

„Ég er hæstánægður með það að vera búinn að skrifa undir nýjan samning við Selfoss. Mér finnst liðið og félagið vera á réttri leið og við höfum trú á þeirri vegferð sem við erum á,” sagði Dean við undirskriftina.

Dean tók við Selfyssingum um mitt tímabil 2018 og hefur verið á Selfossi allar götur síðan þá.

„Markmiðin eru að bæta umhverfið og halda áfram að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri. Aðstaðan á Selfossi er til fyrirmyndar og við ætlum að nýta okkur hana til þess að gera liðið betra.”

Selfoss leikur sinn síðasta leik þetta sumarið á morgun þegar KV kemur í heimsókn á JÁVERK-völlinn. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og býður Bílasala Selfoss frítt á leikinn.

Nýjar fréttir