5.6 C
Selfoss

Átta mánuðum á undan áætlun

Vinsælast

Samkvæmt Jóni Helga Gestssyni, umsjónarmanni framkvæmdar fyrir hönd Vegagerðarinnar, stendur til að opna nýja hringtorgið sem leiðir saman Biskupstungnabraut og Suðurlandsveg á morgun, fimmtudaginn 8. september, og um leið fjögurra kílómetra vegkafla frá Biskupstungnabraut að Kirkjuferjuvegi. Jón segir að framkvæmdir hafi gengið mjög vel en vestasti hluti vegkaflans sem opnar í dag átti samkvæmt áætlun ekki að opna fyrr en í vor svo að þau verklok voru 6-8 mánuðum á undan áætlun sem verður að teljast ansi vel að verki staðið.

Nýjar fréttir