1.1 C
Selfoss

Regnbogavika á Sólheimum

Vinsælast

Í lok ágúst var árleg regnbogavika á Sólheimum í Grímsnesi. Þessi óformlegi viðburður hefur verið haldinn undanfarin ár og er orðinn fastur liður á sumrin.

Umræðunni um fjölbreytileika og mannréttindi var haldið á lofti á starfsstöðvum Sólheima alla vikuna. Auk þess vann starfsfólk á vefstofu hörðum höndum að fallegu skrauti fyrir gleðigöngu. Á föstudeginum var svo hápunktur vikunnar. Að loknum hádegismat þann daginn var boðið upp á regnbogaköku í eftirrétt og síðdegis söfnuðust svo íbúar og starfsmenn á Sólheimum saman og gengu um Sólheima í blíðviðrinu með tónlist, fána og bros á vör. Gleðigöngunni lauk á Péturstorgi þar sem DJ GG sá um að halda stuðinu áfram. Þá setti listakonan Arna María upp sýningu á regnbogamyndum sínum í Grænu könnunni í takt við tilefnið.

 

 

Nýjar fréttir