8.9 C
Selfoss

Skóflustunga markar tímamót í skólpmálum

Vinsælast

Í dag var boðað til tímamóta skóflustungu vegna framkvæmda við nýja hreinsistöð við Geitanes á Selfossi.  Framkvæmdir við stöðina munu hefjast eftir helgi og mun verktakafyrirtækið Þjótandi ehf. hefja þar vinnu við lagningu útrásar- og yfirfallslagna sem og að grafa fyrir byggingu á hreinsistöðinni sjálfri. Sveinn Ægir Birgisson núverandi formaður framkvæmda og veitunefndar og Gunnar Egilsson fyrrum formaður frá 2010-2018 tóku skóflustunguna.

Í dag er skólp sem kemur frá Selfossi að mestu losað óhreinsað í Ölfusá. Meginmarkmið framkvæmdarinnar er að koma á hreinsun skólps frá byggðinni á Selfossi sem uppfyllir örugglega skilyrði laga og reglugerða samhliða því að vernda almenning og umhverfið gegn mengun af völdum fráveitu frá Selfossi en áætluð verklok eru árið 2024.

Nýjar fréttir