7.3 C
Selfoss

Falinn heimur sjómanna opinberaður í Listagjánni

Um þessar mundir stendur sjómaðurinn Ægir Óskar Gunnarsson fyrir ljósmyndasýningu undir nafninu Hafið er svart stendur yfir í Listagjánni á Selfossi.

Hafið er svart var valin besta myndaröðin í ljósmyndakeppni Morgunblaðsins og 200 Mílna og birtist í heilu lagi í Morgunblaðinu. „Myndaröðin eru ljósmyndir sem ég hef tekið á ferli mínum sem sjómaður. Verkin leyfa ykkur að skyggnast inn í falin heim sjómanna við Íslandsstrendur þar sem þeir berjast við náttúruöflin uppá hvern einasta dag fyrir land og þjóð. Sýningin er staðsett í Listagjánni í Bókasafni Árborgar og verður til sýnis fram að 18 September næstkomandi,“ segir Ægir.

Verkin eru í hágæða innrömun með speglalausu gleri og verða til sölu með uppboðsfyrikomulagi en lágmarksboð er 25.000 á ljósmynd og þær afhendast í lok sýningarinnar. Allur ágóði sýningarinnar rennur óskiptur til Kvenfélag Hringsins. Hringurinn er kvenfélag, sem er stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna og er helsti styrktaraðili Barnaspítala Hringsins.

„Endilega látið sjá ykkur og þeir sem hafa áhuga á að styrkja gott málefni og fá glæsilegar ljósmyndir í staðinn geta sent sitt boð á aegirgunnarsson@gmail.com, þar sem boðið verður skrásett og í framhaldi af því verkin afhend eftir sýninguna til hæstbjóðanda,“ segir Ægir að lokum.

Fleiri myndbönd