1.7 C
Selfoss

Ingibjörg er nýr mannauðsráðgjafi hjá HSU

Vinsælast

Ingibjörg Rafnsdóttir hefur verið ráðin sem mannauðsráðgjafi við HSU frá 1. ágúst sl.

Ingibjörg er fædd árið 1990 og lauk B.A gráðu í Félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2013 og MLM gráðu í Forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2020.

Ingibjörg hefur unnið í heilbrigiðsgeiranum frá árinu 2010 og hefur hún fjölþætta reynslu þaðan. Meðal annars hefur hún unnið sem starfsmaður í umönnun á hjúkrunarheimili, stjórnandi í heimaþjónustu og nú síðast sem mannauðsráðgjafi hjá Grundarheimilunum.

Hún er búsett á Selfossi með manninum sínum og eiga þau tvo syni.

Nýjar fréttir