-0.9 C
Selfoss

Menning á miðvikudögum í Skálholti í ágúst

Vinsælast

Boðið verður upp á þrenna menningarviðburði í Skálholti í ágúst og frítt er inn á þá alla.

Miðvikudagur 17. ágúst kl 20:00
Óskalögin við orgelið með Jóni Bjarnasyni

Hin einu sönnu Óskalögin við orgelið verða miðvikudaginn 17. ágúst kl 20:00. Jón Bjarnason oragnisti töfrar fram tóna á orgelinu á sinn einstaka hátt. Óskalögin hafa nú þegar skapað sér sinn sess og hafa verið mjög vinsæl meðal gesta Skálholts. Jón Bjarnason oragnisti töfrar fram tóna á orgelinu á sinn einstaka hátt. Vertu með og veldu þitt óskalag!

Miðvikudagur 24. ágúst nk kl 18:00
Gengið á slóðir Ragnheiðar Brynjólfdóttur í Skálholti

Friðrik Erlingsson rithöfundur leiðir gönguna en hann er einn helsti sérfræðing landsins í sögu Ragnheiðar. Friðrik skrifaði einmitt handrit að óperunni Ragnheiði sem frumflutt var í Skálholtskirkju á sínum tíma.

Gangan hefst við Skálholtskirkju kl 18:00, og tekur um 1-2 klst. Gengið verður um fornleifasvæðið við kirkjuna, en þar má sjá móta fyrir þeim hýbýlum sem voru í Skálholti á tímum Brynjólfs Biskups og fjölskyldu. Farið verður inn í Skálholtskirkju þar sem sögð verður hin harmræna saga Ragnheiðar. Skoðaðir verða helstu staðir tengdir ævi Ragnheiðar og fólksins hennar. Þar á meðal verður komið við hjá minningarmarki Ragnheiðar og fjölskyldu sem Skálholtsfélag hið nýja kom upp fyrir fáeinum árum.

Miðvikudagur 31. ágúst kl 18:00
Dauðra manna sögur í Skálholti – komdu ef þú þorir!

Dauðra manna sögur í Skálholti með Bjarna Harðarsyni er viðburður sem haldinn verður í Skálholti, miðvikudaginn 31. ágúst kl 18:00.

Bjarni mun endurtaka leikinn frá í fyrra og ganga með gesti í spor dauðra manna í Skálholti. Hann mun segja sögur sem tengjast dauðanum og yfirnáttúrulegum atburðum í Skálholti eins og honum einum er lagið. Sagðar verða sögur, gamlar sagnir, þjóðsögur og frásagnir af yfirnáttúrulegum atburðum í Skálholti. Gengið verður um svæði sem þekkt eru fyrir sagnir, þjóðsögur og atburði sem fá hárin til að rísa. Minningarsteinn um aftöku Jóns Arasonar og sona hans verður heimsóttur, farið inn í Þorláksbúð, í gegnum undirgöngin og sagðar ýmsar sögur af yfirnáttúrulegum atburðum úr fortíð og nútíð sem gerst hafa í Skálholti.  Búið ykkur undir gæsahúð, þetta er ekki fyrir viðkvæma. Gangan er auðveld, öllum opin og ókeypis! Verið hræðilega velkomin í Skálholt!

Veitingastaðurinn Hvönn er opinn til kl 20:00 –  Hægt er að kaupa veitingar þar fyrir eða eftir viðburðina.Ókeypis er á alla viðburði en tekið er á móti frjálsum framlögum í Flygilsjóð Skálholtskirkju.

Random Image

Nýjar fréttir