8.9 C
Selfoss

Umhverfisverðlaun Árborgar

Vinsælast

Umhverfisnefnd Sveitafélagsins Árborgar hefur valið fyrir árið 2022, fallegasta garðinn, snyrtilegasta fyrirtækið eða stofnun, fallegustu götuna og hver fengi viðurkenningu fyrir framlag til umhverfismála. Leitað var til íbúa eftir tilefningum fyrir umhverfisverðlaunin og var niðurstaða umhverfisnefndar eftirfarandi:

Fallegasta gatan – Lágengi á Selfossi
Gatan er snyrtileg og lóðir íbúa í heildina vel hirtar og fallegar. Það voru elsti og yngsti íbúi götunnar sem afhjúpuðu skiltið „Fallegasta gatan 2022“ í viðurvist íbúa og gesta. Elsti íbúinn er Jón Ólafsson, fæddur 1931 og yngsti er Leví Snær Pedersen, fæddur 2020

 

 

Fallegasti garðurinn – Rauðholt 9 á Selfossi
Það eru hjónin Helga R Einarsdóttir og Sigurdór Karlsson sem búa í Rauðholti 9 og hafa gert undanfarin 50 ár. Garðurinn er vel hirtur með fjölbreyttum gróðri og heildarumhverfi lóðarinnar snyrtilegt

 

Mynd/Samkomuhúsið Staður á facebook.

Snyrtilegasta fyrirtækið – Samkomuhúsið Staður á Eyrarbakka
Elín Birna Bjarnfinnsdóttir sér um rekstur Stað á Eyrarbakka og hefur verið lagt mikla vinnu við að halda svæðinu umhverfis Stað snyrtilegu og fallegu

 

Mynd/arborg.is

Viðurkenning fyrir framlag til umhverfismála – VISS – vinnu- og hæfingarstöð

Viss leggur mikla áherslu á að vinna úr endurnýttu efni og má þar nefna ýmsa smíðagripi sem seldir eru í verslun VISS í Gagnheiði. Gömul handklæði og lín notuð í tuskur fyrir verkstæði og þjónustuaðila og farið er reglulega í plokk-ferðir og hreinsað rusl á opnum svæðum

Það voru Bragi Bjarnason, formaður nefndarinnar og Björg Agnarsdóttir, nefndarmaður sem afhentu viðurkenningarnar fyrir hönd nefndarinnar.

Nýjar fréttir