3.4 C
Selfoss

Guðni nýr aðstoðarþjálfari Selfoss

Vinsælast

Guðni Ingvarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í handbolta.  Þar mun hann verða Þóri Ólafssyni nýráðnum þjálfara liðsins innan handar.

Guðni hlaut sitt handboltalega uppeldi á Selfossi, þar sem hann lék svo sín fyrstu ár í meistaraflokki.  Hann lék svo nokkur ár í Vestmannaeyjum og tók einn vetur í Gróttu áður en hann snéri aftur heim á Selfoss.  Guðni varð bikarmeistari með ÍBV og Íslandsmeistari bæði með ÍBV og Selfossi.  Hann á tæplega 200 leiki fyrir Selfoss.

Guðni var leiðtogi sem leikmaður og mun hafa sterka rödd inn í hópinn. Það er frábært að fá hann á ný inn í félagið

Umf Selfoss

Nýjar fréttir