2.8 C
Selfoss

Ljósmyndasýning í Hveragerði

Á Blómstrandi dögum í Hveragerði 11.-14.ág verður mikið um að vera.

Ljósmyndahópurinn HVER er hópur fólks sem starfar undir merkjum Félags eldri borgara í Hveragerði.  Hann var stofnaður af Sesselju Guðmundsdóttur árið 2020 en núverandi formaður er Gyða Björg Elíasdóttir. Þessi hópur stendur fyrir ljósmyndasýningu í skálanum við Hveragarðinn (Geothermal park) nú á Blómstrandi dögum 11.-14.ágúst. .

Mikill áhugi hefur verið hjá hópnum undanfarin ár að taka myndir og vinna saman. Á kovid tímanum starfaði hópurinn af miklum krafti gegnum netið og lét engan bilbug á sér finna. Félagar skiptust á að velja þemaverkefni þar sem hver og einn og tók myndir sem var síðan deilt innan hópsins á netinu. Má til gamans nefna nokkur þemu: Hvítt og svart; speglun; fossar; vorgleði; börn  o.fl.

Þegar samkomubanni var loks aflétt og fólk fékk að hittast á ný þá var ákveðið að vinna að sýningu sem lítur dagsins ljós á Blómstrandi dögum. Mikill metnaður hefur verið lagður í viðburðinn sem stendur í 4 daga. Fólk er hvatt til að koma og skoða sýninguna.

Nýjar fréttir