11.1 C
Selfoss

Hakkbollur og bananarúlluterta

Vinsælast

Sigríður Egilsdóttir er sunnlenski matgæðingur vikunnar.

Takk Vilborg mín að skora á mig. Þessi réttur er frekar fljótur í vinnslu.

Hakkbollur í salsa

½ kg hakk
½ laukur saxaður gróft
1 egg
Sítrónupipar
Kjöt og grillkrydd
2 msk. Salsa Doritos milda (litla krukku)

Allt sett í skál og hrært saman haft frekar gróft. Þá er sett í form ca. 12 bollur rest af salsa krukkunni sett yfir bollurnar. Helli þá smá rjóma á milli bilana ( ca einn bolli ) þá er sett kornflegs eða doritos snakk yfir. Og afgangs ost eða kurlaðan yfir allar bollurnar. Eldað við 200°C í 30 til 40 mín. Borið fram með brauðbollum salati kartöflum eða grjónum.

Hér kemur terta sem er mjög vinsæl.

Bananarúlluterta

4 egg
1 bolli sykur
4 msk. hveiti
2 msk. kartöflumjöl
½ tsk. Lyftiduft
2 msk. kakó
1 tsk. vanilludr.

Egg og sykur þeytt vel saman. Þurrefni sett úti þeytt smá. Set smjörpappír í ofnskúffu. Bakað á 180°C í 30 mín. Smjörpappír á borð smá strá sykur svo hún límist ekki við. Þeyttur ½ lítri af  rjóma og tvo stappa banana í rjómann. Sett á botninn og rúllað upp.

Verði ykkur að góðu.

Skora á vinkonu mína Andreu Rafnar sem hefur mikla ástríðu fyrir allskonar gúmmulaði.

Nýjar fréttir