7.3 C
Selfoss

Bravó sunnlendingar! Brúartorg sannaði sig í brekkusöng

Vinsælast

Magnað var það um Verslunarmannahelgina á Selfossi, þegar nýji miðbærinn breiddi faðminn móti þúsundum gesta og risaskjárinn kastaði Brekkusöng Selfyssingsins Magnúsar Kjartans Eyjólfssonar yfir hafið og heim. Magnús er for-söngvari og gítarleikari Stuðlabandsins. Herjólfsdalur ómaði af söng og sama staða var í tröppusöng Selfyssinga á Brúartorgi. Ekki laust við að Egill Thorarensen tæki undir þegar sungið var ,,ég er kominn heim.” Bergmálið er enn að endur-kastast frá Ingólfsfjalli. Miðbærinn nýji hefur sannað enn eitt gyldi sitt að við eigum magnað ,,Álfaskeið,” á ný þar sem héraðsbúar og gestir okkar sletta úr klaufunum. Þegar ég segi Álfaskeið er ég að vísa til æsku minnar þegar Álfa-skeiðshátíðir voru haldnar á hverju sumri eða þjórsártúnsmótin. Með stolti getum við nú sagt að hér í sveitarfélaginu okkar Árborg sé kominn einn flottasti miðbær í Evrópu, veitingar-staðir, verslanir, samkomustaðir að opna og svo þetta magnaða Brúartorgi  með risaskjá. Þó er aðeins um einn fjórði af þessum ævintýralega miðbæ risinn. Framtíðin er björt og lífið skemmtilegt.

Guðni Ágústsson

Nýjar fréttir