1.7 C
Selfoss

Traktorasafn á Ásólfsskála

Vinsælast

Viðar Bjarnason á Ásólfsskála hefur löngum verið duglegur við að gera upp gamla traktora og hefur haldið þeim vel við. Nú hefur hann ásamt eiginkonu sinni, Þorgerði Jónu Guðmundsdóttur, opnað traktorasafn í skemmu við bæinn. Þar er hægt að sjá hinar ýmsu gerðir traktora og upplýsingar um þá. Viðar hefur lagt mikla vinnu í uppgerðina og gaman fyrir gesti að koma og sjá gripina.

Í skemmunni er líka huggulegt horn til að setjast niður og hlustað á orgel þar sem Þorgerður Jóna getur spilað fyrir gesti en hún var organisti og tónlistarkennari til margra ára. Einnig stendur til að setja upp aðstöðu fyrir litla hópa að koma saman og sitja til borðs.

Á Ásólfsskála búa einnig hjónin Katrín Birna Viðarsdóttir, dóttir Viðars og Jónu, og Sigurður Grétar Ottósson en þau eru með opin landbúnað þannig að hægt er að koma og skoða landbúnaðinn og umhverfið með leiðsögn. Þau Katrín Birna og Sigurður eru einnig með ferðaþjónustu en hægt er að gista hjá þeim í tveimur sumarhúsum.

Í litlu húsi í garði þeirra Viðars og Jónu hefur listakonan Jana Tomanová aðstöðu en Jana er frá Tékklandi og teiknar hún m.a. myndir af náttúru Íslands og setur á póstkort, bókamerki og fl.

Það er því margt skemmtilegt að sjá á bænum og eru allir hjartanlega velkomnir.

Nýjar fréttir